tirsdag 30. oktober 2012
Ég var alltaf hálf hrædd við að prófa plötulopann. Ég hafði heyrt svo mikið um það hvað það væri mikið vesen að vinna með hann, það þyrfti að vinda hann saman tvö- eða þrefaldann, hann slitnaði auðveldlega, hann styngi.....
Ég var búin að liggja yfir Fleiri prjónaperlum í margar vikur og endaði á að biðja tengdamömmu um að senda mér lopa hingað út til Noregs. Ég sé sko ekki eftir því!
Mér finnst plötulopinn vera svo þægilegur í vinnslu. Tengdamamma sýndi mér í gegnum skype hvernig ætti að vinda hann saman og það er ekkert mál. Hann er léttur og mjúkur og meðfærilegur :)
Núna dreymir mig um hneppta, hnésíða peysu úr plötulopa.
Ég gekk í Hobbyklubben.no fyrir stuttu síðan og fékk sendan heim pakka af gjöf. Í honum voru bokin Julekuler sem er með fullt fullt af uppskriftum af jólakúlum, bókin Norsk strikk sem er með fullt af hefðbundnum norskum peysum og munstrum og svo fékk ég aðra bók um jólaföndur. Mjög gaman!!
En hérna er uppskrift af jólahjörtum til að skreyta með, um að gera að prjóna smá jólaskraut ;)
En hérna er uppskrift af jólahjörtum til að skreyta með, um að gera að prjóna smá jólaskraut ;)
søndag 28. oktober 2012
á prjónunum í dag....
er lopahúfan Ketillaug :)
tengdamamma sendi mér plötulopa fyrir nokkru og þá langaði mig svo til að prjóna á mig peysu, en ég hef mjög lítið prjónað úr plötulopa og því er víst skynsamara að byrja á minni verkefnum. líka ágætt að prjóna lítil verkefni núna eftir tvær lopapeysur og þar af eina stóra.
ég ákvað að vera ekkert að klæða stelpurnar í hrekkjavökusokkana
heldur nota þá til að skreyta og þeir koma líka svona vel út!
Etiketter:
Guðbjörg,
Hrekkjavökuprjón,
sokkaprjón,
Stefanía
fredag 26. oktober 2012
ég lagði lokahönd á lopapeysuna hans Friðþórs
fyrst var hún þvegin
hauskúpurnar koma vel út
svo var hún mátuð
ég er ekki frá því að renndurnar geri mikið fyrir hann
og Friðþór er sáttur
mandag 22. oktober 2012
Á prjónunum í dag......
... er lopapeysan hans Friðþórs. Ég næ vonandi að klára peysuna í dag.
Friðþór vildi fá rauðar hauskúpur í peysuna þannig að ég skellti þeim í á milli laskúrtakanna. Ég nota skærrauðann léttlopa og einfaldan vínrauðan plötulopa í munstrið. Mér finnast hauskúpurnar koma mjög vel út.... en mér finnast renndurnar mega missa sín, en Friðþór er hrifinn af röndunum.
Svo lengi sem eigandinn er sáttur :)
Friðþór vildi fá rauðar hauskúpur í peysuna þannig að ég skellti þeim í á milli laskúrtakanna. Ég nota skærrauðann léttlopa og einfaldan vínrauðan plötulopa í munstrið. Mér finnast hauskúpurnar koma mjög vel út.... en mér finnast renndurnar mega missa sín, en Friðþór er hrifinn af röndunum.
Svo lengi sem eigandinn er sáttur :)
Etiketter:
Álafosslopi,
Friðþór,
Hrekkjavökuprjón,
Plötulopi
onsdag 17. oktober 2012
Ég tók mig til í dag og skellti í Hrekkjavökusokk. Graskerið er munstur sem ég fann á gúgúl (og var búin að pósta hér) en restin er uppúr mér.
Annars á ég sko að vera að prjóna lopapeysuna hans Friðþórs... ussususs!!!
Annars á ég sko að vera að prjóna lopapeysuna hans Friðþórs... ussususs!!!
søndag 14. oktober 2012
Norðmenn halda uppá Hrekkjavökuna og nú eru búðirnar að fyllast af allskyns Hrekkjavökudóti, allt frá búningum á krakkana, hárkollum, sminki til útiskreytinga.... ég er alveg óð!
Eftir smá gúgl fann ég nokkur munstur sem myndu sóma sér vel á sokkum, vettlingum, húfum eða peysum.
Eftir smá gúgl fann ég nokkur munstur sem myndu sóma sér vel á sokkum, vettlingum, húfum eða peysum.
søndag 7. oktober 2012
Á prjónunum....
þá held ég loksins áfram með vinnupeysuna hans Friðþórs. ég ætla að hafa hana svona röndótta að neðan og svo svarta upp og með laskaermum. Friðþór vill svo fá rauðar hauskúpur í hana þannig að ég verð að föndra þær inn í þetta einhvernveginn, spennandi spennandi!
ég ætla að REYNA að prjóna bara þessa einu peysu núna... ég á bara svo erfitt með að prjóna eitt í einu.
ég ætla að REYNA að prjóna bara þessa einu peysu núna... ég á bara svo erfitt með að prjóna eitt í einu.
lørdag 6. oktober 2012
ég er búin að slefa yfir myndunum úr þessari bók síðan hún kom út en í vikunni lét ég verða af því að panta mér hana. vefslóðin er http://www.martehelgetun.no/
í bókinni eru 26 uppskriftir af fötum fyrir leikskólabörn á aldrinum 1-6 ára. ég er mjög hrifin af þessari bók og sérstaklega garninu sem Marte notar en hún er í samstarfi við Du Store Alpakka og prjónar því úr lamaull.
í bókinni eru 26 uppskriftir af fötum fyrir leikskólabörn á aldrinum 1-6 ára. ég er mjög hrifin af þessari bók og sérstaklega garninu sem Marte notar en hún er í samstarfi við Du Store Alpakka og prjónar því úr lamaull.
mig langar rosalega mikið að prjóna bangsakjólinn á Guðbjörgu fyrir jólin. ég keypti í hann rautt Mirasol garn (sem er líka frá Du Store Alpakka). Rautt fyrir jólin! :) en Marte átti ekki litinn til á lager þannig að ég fæ hann í næstu viku.
ég er búin að lesa uppskriftina yfir og ég skil norskuna alveg fullkomlega.
reyndar er það stór kostur hvað allar uppskriftirnar og munstrin í bókinni eru einföld! hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir til að vera fallegir.
ég er búin að lesa uppskriftina yfir og ég skil norskuna alveg fullkomlega.
reyndar er það stór kostur hvað allar uppskriftirnar og munstrin í bókinni eru einföld! hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir til að vera fallegir.
torsdag 4. oktober 2012
Lopasokkar með Halldóruhæl.
tekið af: http://www.thingborg.net/
tekið af: http://www.thingborg.net/
Þríþættur plötulopi og tvinnað
band, undið saman.
Prjónastærð nr. 4 ½ og 5.
Fimm stærðir.
Prjónastærð nr. 4 ½ og 5.
Fimm stærðir.
Fitjaðar eru upp laust á fjóra
prjóna 5-6-7-8-9 lykkjur á hvern prjón. Prjónaðir brugðningar, 2 sléttar og 2 brugðnar,
jafnmargar umferðir og fitjaðar voru á alla prjónana eða 20-24-28-32-36
umferðir. Þá er prjónað slétt prjón í hring, jafnmargar umferðir og lykkjur eru
á prjóni eða 5-6-7-8-9 umferðir. Næst er hælstallur prjónaður, helmingur
lykkjanna færður saman á einn prjón og prjónað fram og til baka 10-12-14-16-18
umferðir með steypulykkju á jöðrum, þ.e. fyrsta lykkja tekin óprjónuð.
Jaðarlykkjur verða þá jafnmargar og lykkjufjöldi á prjóni. “Gætið þess, að
jaðarlykkjurnar sjeu fallegar steypilykkjur,ekki lausar” stendur í gömlu
uppskriftinni og er einnig lögð sérstök áhersla á það hér.
Hællinn á leistunum er sá sem
víða um land gengur undir nafninu “Halldóruhæll”, kenndur við Halldóru
Bjarnadóttur sem vafalaust hefur verið ötul við að kenna hann, þegar hún ferðaðist
um sem himilisiðnaðarráðunautur, í staðinn fyrir totuhælinn(prjónaður eins og
tátota) sem áður mun hafa verið algengastur.
Hællinn er prjónaður áfram á tvo prjóna, tekið úr báðum megin við beina tungu sem gengur fram undir ilina. Byrjað er í brugðinni umferð.Prjónaðar eru 1-1-2-2-2 lykkjurfram yfir miðju, þá eru 2 brugðnar saman og snúið við. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð og prjónaðar 2-2-4-4-4 sléttar, 2 saman sléttar ( lykkjan tungumegin ofan á ), fyrsta lykkja tekin óprjónuð, prjónaðar 2-2-3-3-3 brugðnar, súið við o.s.fr. Hæltungan prjónuð áfram á þennan hátt þar til eftir standa 4-4-6-6-6 lykkjur, endað á sléttum prjóni.
Við jaðra hælstallsins eru nú teknar upp 5-6-7-8-9 lykkjur hvorum megin og þegar lykkjum í tungu hefur verið skipt í tvennt eru 7-8-10-11-12 lykkjur á hvorum prjóni á il, en á ristarprjónum eru áfram 5-6-7-8-9lykkjur. Prjónuð er ein umferð, síðan eru teknar úr umframlykkjur á il þannig: Umferðin byrjar á miðri il, á fyrsta prjóni eru 2 síðustu lykkjur prjónaðar saman, á fjórða prjóni eru fyrst 2 lykkjur prjónaðar saman ( steypiúrtaka). Ein umferð prjónuð á milli úrtaka. Eftir úrtökuumferðir eru aftur 5-6-7-8-9- lykkjur á öllum prjónum og framleisturinn prjónaður áfram að úrtöku við tá. Prjónaðar eru 20-24-28-32-36 umferðir, talið frá hælstalli.
Gömul og góð aðferð við sokkaprjón er mæla á á il, til þess að fá ilina heldur lengri en ristina. Það er gert þannig að snúið er við eftir seinni prjón á il og lykkjur á il prjónaðar brugðnar tilbaka, snúið aftur við og prjónað aftur slétt í hring. Myndast við þetta tvær aukaumferðir á il. Um leið og snúið er við er bandinu brugðið um næsta ristarprjón og verða þá til lykkjur sem eru prjónaðar með fyrst og síðustu lykkjum á ristarprjónum í næstu umferð. Með þessu er komið í veg fyrir göt myndist þar sem snúið er við. Tvisvar er mælt á með 8-12- umferða millibili.
Ámæling mun áður hafa verið gerð þannið að þegar prjónað hafði verið í lykkjurnar var bandið mælt þrisvar sinnum lengra en breiddin á prjóninu sem átti að mæla á og byrjað þar að prjóna aftur úr sömu lykkjum, átti lengd spottans að standa heima. Síðan var prjónað í þriðja sinn í sömu lykkju með lausa bandinu og áfram í hring. Útkoman er hin sama, tvær aukaumferðir, en þessi aðferð skýrir orðin “að mæla á og ámæling”. Þessi aðferð við ámælingu er enn notuð af sumum prjónakonum. E.t.v. hefur aðferðin orðið til áður en lærðist að prjóna brugðið frá röngu til að fá slétt prjón á réttu, venjan var að prjóna í hring. Að öllum líkindum hefur sú tækni að prjóna brugðna lykkju komið síðar við sögu hér á landi en slétta lykkjan. Á myndum af prjónlesi , sokkum og vettlingum frá 16. og 17. öld, sem hér hafa fundist við uppgröft,er engar brugðningar að sjá né brugðnar lykkjur, aðeins slétt prjón. Þessi aðferð við ámælingu hefur e.t.v. haldist við vegna þess að mörgum hættir til að prjóna brugðnar lykkjur lausari en sléttar.
Eftir að framleistur hefur verið prjónaður er farið að taka úr á tátotu. Allar úrtökuumferðir eru prjónaðar þannig að á fyrsta og þriðja prjóni er prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir, þá eru 2 lykkjur prjónaðar saman og 1 slétt, á öðrum og fjórða prjóni er 1.lykkja slétt,síðan eru 2 prjónaðar saman (steypiúrtaka) og afgangurinn prjónaður sléttur. Eftir fyrstu útökuumferð eru prjónaðar 3 umferðir, eftir aðra 2 umferðir og síðan 1. Eftir það er tekið úr í hverri umferð þar til 2 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þá er bandið slitið og dregið í gegnum lykkjurnar. ( Á minnstu sokkunum eru aðeins prjónaðar 2 umferðir og 1 á milli úrtaka og síðan tekið úr í hverri).
Síðast er gengið tryggilega frá endum,leistarnir þvegnir og framleisturinn e.t.v. þæfður örlítið í leiðinni(brugðningarnir missa fjaðurmagnið ef þeir eru þæfðir),undnir vel og látnir þorna sléttir á handklæði
Hællinn er prjónaður áfram á tvo prjóna, tekið úr báðum megin við beina tungu sem gengur fram undir ilina. Byrjað er í brugðinni umferð.Prjónaðar eru 1-1-2-2-2 lykkjurfram yfir miðju, þá eru 2 brugðnar saman og snúið við. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð og prjónaðar 2-2-4-4-4 sléttar, 2 saman sléttar ( lykkjan tungumegin ofan á ), fyrsta lykkja tekin óprjónuð, prjónaðar 2-2-3-3-3 brugðnar, súið við o.s.fr. Hæltungan prjónuð áfram á þennan hátt þar til eftir standa 4-4-6-6-6 lykkjur, endað á sléttum prjóni.
Við jaðra hælstallsins eru nú teknar upp 5-6-7-8-9 lykkjur hvorum megin og þegar lykkjum í tungu hefur verið skipt í tvennt eru 7-8-10-11-12 lykkjur á hvorum prjóni á il, en á ristarprjónum eru áfram 5-6-7-8-9lykkjur. Prjónuð er ein umferð, síðan eru teknar úr umframlykkjur á il þannig: Umferðin byrjar á miðri il, á fyrsta prjóni eru 2 síðustu lykkjur prjónaðar saman, á fjórða prjóni eru fyrst 2 lykkjur prjónaðar saman ( steypiúrtaka). Ein umferð prjónuð á milli úrtaka. Eftir úrtökuumferðir eru aftur 5-6-7-8-9- lykkjur á öllum prjónum og framleisturinn prjónaður áfram að úrtöku við tá. Prjónaðar eru 20-24-28-32-36 umferðir, talið frá hælstalli.
Gömul og góð aðferð við sokkaprjón er mæla á á il, til þess að fá ilina heldur lengri en ristina. Það er gert þannig að snúið er við eftir seinni prjón á il og lykkjur á il prjónaðar brugðnar tilbaka, snúið aftur við og prjónað aftur slétt í hring. Myndast við þetta tvær aukaumferðir á il. Um leið og snúið er við er bandinu brugðið um næsta ristarprjón og verða þá til lykkjur sem eru prjónaðar með fyrst og síðustu lykkjum á ristarprjónum í næstu umferð. Með þessu er komið í veg fyrir göt myndist þar sem snúið er við. Tvisvar er mælt á með 8-12- umferða millibili.
Ámæling mun áður hafa verið gerð þannið að þegar prjónað hafði verið í lykkjurnar var bandið mælt þrisvar sinnum lengra en breiddin á prjóninu sem átti að mæla á og byrjað þar að prjóna aftur úr sömu lykkjum, átti lengd spottans að standa heima. Síðan var prjónað í þriðja sinn í sömu lykkju með lausa bandinu og áfram í hring. Útkoman er hin sama, tvær aukaumferðir, en þessi aðferð skýrir orðin “að mæla á og ámæling”. Þessi aðferð við ámælingu er enn notuð af sumum prjónakonum. E.t.v. hefur aðferðin orðið til áður en lærðist að prjóna brugðið frá röngu til að fá slétt prjón á réttu, venjan var að prjóna í hring. Að öllum líkindum hefur sú tækni að prjóna brugðna lykkju komið síðar við sögu hér á landi en slétta lykkjan. Á myndum af prjónlesi , sokkum og vettlingum frá 16. og 17. öld, sem hér hafa fundist við uppgröft,er engar brugðningar að sjá né brugðnar lykkjur, aðeins slétt prjón. Þessi aðferð við ámælingu hefur e.t.v. haldist við vegna þess að mörgum hættir til að prjóna brugðnar lykkjur lausari en sléttar.
Eftir að framleistur hefur verið prjónaður er farið að taka úr á tátotu. Allar úrtökuumferðir eru prjónaðar þannig að á fyrsta og þriðja prjóni er prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir, þá eru 2 lykkjur prjónaðar saman og 1 slétt, á öðrum og fjórða prjóni er 1.lykkja slétt,síðan eru 2 prjónaðar saman (steypiúrtaka) og afgangurinn prjónaður sléttur. Eftir fyrstu útökuumferð eru prjónaðar 3 umferðir, eftir aðra 2 umferðir og síðan 1. Eftir það er tekið úr í hverri umferð þar til 2 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þá er bandið slitið og dregið í gegnum lykkjurnar. ( Á minnstu sokkunum eru aðeins prjónaðar 2 umferðir og 1 á milli úrtaka og síðan tekið úr í hverri).
Síðast er gengið tryggilega frá endum,leistarnir þvegnir og framleisturinn e.t.v. þæfður örlítið í leiðinni(brugðningarnir missa fjaðurmagnið ef þeir eru þæfðir),undnir vel og látnir þorna sléttir á handklæði
Sokkaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur
ég get ekki dásamað þessa bók nóg. ég var alltaf hálf hræd við að prjóna sokka því ég hafði heyrt að hællinn væri svo erfiður, en þegar maður fær góðar leiðiningar þá er þetta ekkert mál! í bókinni eru uppskriftir af sokkum á ungabörn, krakka, unglinga, konur og karla, fullt af allskonar munstursbekkjum, góðum ráðum og fl.
ég mæli með þessari bók!!!
ég get ekki dásamað þessa bók nóg. ég var alltaf hálf hræd við að prjóna sokka því ég hafði heyrt að hællinn væri svo erfiður, en þegar maður fær góðar leiðiningar þá er þetta ekkert mál! í bókinni eru uppskriftir af sokkum á ungabörn, krakka, unglinga, konur og karla, fullt af allskonar munstursbekkjum, góðum ráðum og fl.
ég mæli með þessari bók!!!
þá er nýja lopapeysan hennar Guðbjargar tilbúin. þessi verður sko góð í vetur!
peysan er úr léttlopa, þetta er uppskrift af Ístex síðunni:
http://istex.is/Files/Skra_0039463.pdf
peysan er úr léttlopa, þetta er uppskrift af Ístex síðunni:
http://istex.is/Files/Skra_0039463.pdf
ætli uppskriftin sé ekki í kringum 30 ára gömul, það væri gaman að fá að vita betur hversu gömul uppskriftin er.
onsdag 3. oktober 2012
Ég er alltaf svo lengi að koma mér í hlutina. En hér er ég loksins búin að setja tölur í golluna hennar Guðbjargar. Gollan er mín eigin hönnun, hún er úr garni sem heitir Mirasol og er frá Du Store Alpakka, já það er lamaull :)
gollan er hlý og góð og Guðbjörg fór í henni á leikskólann í morgun.
gollan er hlý og góð og Guðbjörg fór í henni á leikskólann í morgun.
Abonner på:
Innlegg (Atom)