lørdag 6. oktober 2012


Sending frá Marte Helgetun!!!
ég er búin að slefa yfir myndunum úr þessari bók síðan hún kom út en í vikunni lét ég verða af því að panta mér hana. vefslóðin er http://www.martehelgetun.no/

í bókinni eru 26 uppskriftir af fötum fyrir leikskólabörn á aldrinum 1-6 ára. ég er mjög hrifin af þessari bók og sérstaklega garninu sem Marte notar en hún er í samstarfi við Du Store Alpakka og prjónar því úr lamaull.




mig langar rosalega mikið að prjóna bangsakjólinn á Guðbjörgu fyrir jólin. ég keypti í hann rautt Mirasol garn (sem er líka frá Du Store Alpakka). Rautt fyrir jólin! :) en Marte átti ekki litinn til á lager þannig að ég fæ hann í næstu viku.
ég er búin að lesa uppskriftina yfir og ég skil norskuna alveg fullkomlega.

reyndar er það stór kostur hvað allar uppskriftirnar og munstrin í bókinni eru einföld! hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir til að vera fallegir.




ég splæsti mér líka í eina dokku af Tynn Alpakka, alveg hreint æðislega létt og gott garn...... en hvað ég geri við það... það er önnur saga :)

1 kommentar: