tirsdag 30. oktober 2012



Ég var alltaf hálf hrædd við að prófa plötulopann. Ég hafði heyrt svo mikið um það hvað það væri mikið vesen að vinna með hann, það þyrfti að vinda hann saman tvö- eða þrefaldann, hann slitnaði auðveldlega, hann styngi.....
Ég var búin að liggja yfir Fleiri prjónaperlum í margar vikur og endaði á að biðja tengdamömmu um að senda mér lopa hingað út til Noregs. Ég sé sko ekki eftir því!
Mér finnst plötulopinn vera svo þægilegur í vinnslu. Tengdamamma sýndi mér í gegnum skype hvernig ætti að vinda hann saman og það er ekkert mál. Hann er léttur og mjúkur og meðfærilegur :)

Núna dreymir mig um hneppta, hnésíða peysu úr plötulopa.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar