Lopasokkar með Halldóruhæl.
tekið af: http://www.thingborg.net/
tekið af: http://www.thingborg.net/
Þríþættur plötulopi og tvinnað
band, undið saman.
Prjónastærð nr. 4 ½ og 5.
Fimm stærðir.
Prjónastærð nr. 4 ½ og 5.
Fimm stærðir.
Fitjaðar eru upp laust á fjóra
prjóna 5-6-7-8-9 lykkjur á hvern prjón. Prjónaðir brugðningar, 2 sléttar og 2 brugðnar,
jafnmargar umferðir og fitjaðar voru á alla prjónana eða 20-24-28-32-36
umferðir. Þá er prjónað slétt prjón í hring, jafnmargar umferðir og lykkjur eru
á prjóni eða 5-6-7-8-9 umferðir. Næst er hælstallur prjónaður, helmingur
lykkjanna færður saman á einn prjón og prjónað fram og til baka 10-12-14-16-18
umferðir með steypulykkju á jöðrum, þ.e. fyrsta lykkja tekin óprjónuð.
Jaðarlykkjur verða þá jafnmargar og lykkjufjöldi á prjóni. “Gætið þess, að
jaðarlykkjurnar sjeu fallegar steypilykkjur,ekki lausar” stendur í gömlu
uppskriftinni og er einnig lögð sérstök áhersla á það hér.
Hællinn á leistunum er sá sem
víða um land gengur undir nafninu “Halldóruhæll”, kenndur við Halldóru
Bjarnadóttur sem vafalaust hefur verið ötul við að kenna hann, þegar hún ferðaðist
um sem himilisiðnaðarráðunautur, í staðinn fyrir totuhælinn(prjónaður eins og
tátota) sem áður mun hafa verið algengastur.
Hællinn er prjónaður áfram á tvo prjóna, tekið úr báðum megin við beina tungu sem gengur fram undir ilina. Byrjað er í brugðinni umferð.Prjónaðar eru 1-1-2-2-2 lykkjurfram yfir miðju, þá eru 2 brugðnar saman og snúið við. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð og prjónaðar 2-2-4-4-4 sléttar, 2 saman sléttar ( lykkjan tungumegin ofan á ), fyrsta lykkja tekin óprjónuð, prjónaðar 2-2-3-3-3 brugðnar, súið við o.s.fr. Hæltungan prjónuð áfram á þennan hátt þar til eftir standa 4-4-6-6-6 lykkjur, endað á sléttum prjóni.
Við jaðra hælstallsins eru nú teknar upp 5-6-7-8-9 lykkjur hvorum megin og þegar lykkjum í tungu hefur verið skipt í tvennt eru 7-8-10-11-12 lykkjur á hvorum prjóni á il, en á ristarprjónum eru áfram 5-6-7-8-9lykkjur. Prjónuð er ein umferð, síðan eru teknar úr umframlykkjur á il þannig: Umferðin byrjar á miðri il, á fyrsta prjóni eru 2 síðustu lykkjur prjónaðar saman, á fjórða prjóni eru fyrst 2 lykkjur prjónaðar saman ( steypiúrtaka). Ein umferð prjónuð á milli úrtaka. Eftir úrtökuumferðir eru aftur 5-6-7-8-9- lykkjur á öllum prjónum og framleisturinn prjónaður áfram að úrtöku við tá. Prjónaðar eru 20-24-28-32-36 umferðir, talið frá hælstalli.
Gömul og góð aðferð við sokkaprjón er mæla á á il, til þess að fá ilina heldur lengri en ristina. Það er gert þannig að snúið er við eftir seinni prjón á il og lykkjur á il prjónaðar brugðnar tilbaka, snúið aftur við og prjónað aftur slétt í hring. Myndast við þetta tvær aukaumferðir á il. Um leið og snúið er við er bandinu brugðið um næsta ristarprjón og verða þá til lykkjur sem eru prjónaðar með fyrst og síðustu lykkjum á ristarprjónum í næstu umferð. Með þessu er komið í veg fyrir göt myndist þar sem snúið er við. Tvisvar er mælt á með 8-12- umferða millibili.
Ámæling mun áður hafa verið gerð þannið að þegar prjónað hafði verið í lykkjurnar var bandið mælt þrisvar sinnum lengra en breiddin á prjóninu sem átti að mæla á og byrjað þar að prjóna aftur úr sömu lykkjum, átti lengd spottans að standa heima. Síðan var prjónað í þriðja sinn í sömu lykkju með lausa bandinu og áfram í hring. Útkoman er hin sama, tvær aukaumferðir, en þessi aðferð skýrir orðin “að mæla á og ámæling”. Þessi aðferð við ámælingu er enn notuð af sumum prjónakonum. E.t.v. hefur aðferðin orðið til áður en lærðist að prjóna brugðið frá röngu til að fá slétt prjón á réttu, venjan var að prjóna í hring. Að öllum líkindum hefur sú tækni að prjóna brugðna lykkju komið síðar við sögu hér á landi en slétta lykkjan. Á myndum af prjónlesi , sokkum og vettlingum frá 16. og 17. öld, sem hér hafa fundist við uppgröft,er engar brugðningar að sjá né brugðnar lykkjur, aðeins slétt prjón. Þessi aðferð við ámælingu hefur e.t.v. haldist við vegna þess að mörgum hættir til að prjóna brugðnar lykkjur lausari en sléttar.
Eftir að framleistur hefur verið prjónaður er farið að taka úr á tátotu. Allar úrtökuumferðir eru prjónaðar þannig að á fyrsta og þriðja prjóni er prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir, þá eru 2 lykkjur prjónaðar saman og 1 slétt, á öðrum og fjórða prjóni er 1.lykkja slétt,síðan eru 2 prjónaðar saman (steypiúrtaka) og afgangurinn prjónaður sléttur. Eftir fyrstu útökuumferð eru prjónaðar 3 umferðir, eftir aðra 2 umferðir og síðan 1. Eftir það er tekið úr í hverri umferð þar til 2 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þá er bandið slitið og dregið í gegnum lykkjurnar. ( Á minnstu sokkunum eru aðeins prjónaðar 2 umferðir og 1 á milli úrtaka og síðan tekið úr í hverri).
Síðast er gengið tryggilega frá endum,leistarnir þvegnir og framleisturinn e.t.v. þæfður örlítið í leiðinni(brugðningarnir missa fjaðurmagnið ef þeir eru þæfðir),undnir vel og látnir þorna sléttir á handklæði
Hællinn er prjónaður áfram á tvo prjóna, tekið úr báðum megin við beina tungu sem gengur fram undir ilina. Byrjað er í brugðinni umferð.Prjónaðar eru 1-1-2-2-2 lykkjurfram yfir miðju, þá eru 2 brugðnar saman og snúið við. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð og prjónaðar 2-2-4-4-4 sléttar, 2 saman sléttar ( lykkjan tungumegin ofan á ), fyrsta lykkja tekin óprjónuð, prjónaðar 2-2-3-3-3 brugðnar, súið við o.s.fr. Hæltungan prjónuð áfram á þennan hátt þar til eftir standa 4-4-6-6-6 lykkjur, endað á sléttum prjóni.
Við jaðra hælstallsins eru nú teknar upp 5-6-7-8-9 lykkjur hvorum megin og þegar lykkjum í tungu hefur verið skipt í tvennt eru 7-8-10-11-12 lykkjur á hvorum prjóni á il, en á ristarprjónum eru áfram 5-6-7-8-9lykkjur. Prjónuð er ein umferð, síðan eru teknar úr umframlykkjur á il þannig: Umferðin byrjar á miðri il, á fyrsta prjóni eru 2 síðustu lykkjur prjónaðar saman, á fjórða prjóni eru fyrst 2 lykkjur prjónaðar saman ( steypiúrtaka). Ein umferð prjónuð á milli úrtaka. Eftir úrtökuumferðir eru aftur 5-6-7-8-9- lykkjur á öllum prjónum og framleisturinn prjónaður áfram að úrtöku við tá. Prjónaðar eru 20-24-28-32-36 umferðir, talið frá hælstalli.
Gömul og góð aðferð við sokkaprjón er mæla á á il, til þess að fá ilina heldur lengri en ristina. Það er gert þannig að snúið er við eftir seinni prjón á il og lykkjur á il prjónaðar brugðnar tilbaka, snúið aftur við og prjónað aftur slétt í hring. Myndast við þetta tvær aukaumferðir á il. Um leið og snúið er við er bandinu brugðið um næsta ristarprjón og verða þá til lykkjur sem eru prjónaðar með fyrst og síðustu lykkjum á ristarprjónum í næstu umferð. Með þessu er komið í veg fyrir göt myndist þar sem snúið er við. Tvisvar er mælt á með 8-12- umferða millibili.
Ámæling mun áður hafa verið gerð þannið að þegar prjónað hafði verið í lykkjurnar var bandið mælt þrisvar sinnum lengra en breiddin á prjóninu sem átti að mæla á og byrjað þar að prjóna aftur úr sömu lykkjum, átti lengd spottans að standa heima. Síðan var prjónað í þriðja sinn í sömu lykkju með lausa bandinu og áfram í hring. Útkoman er hin sama, tvær aukaumferðir, en þessi aðferð skýrir orðin “að mæla á og ámæling”. Þessi aðferð við ámælingu er enn notuð af sumum prjónakonum. E.t.v. hefur aðferðin orðið til áður en lærðist að prjóna brugðið frá röngu til að fá slétt prjón á réttu, venjan var að prjóna í hring. Að öllum líkindum hefur sú tækni að prjóna brugðna lykkju komið síðar við sögu hér á landi en slétta lykkjan. Á myndum af prjónlesi , sokkum og vettlingum frá 16. og 17. öld, sem hér hafa fundist við uppgröft,er engar brugðningar að sjá né brugðnar lykkjur, aðeins slétt prjón. Þessi aðferð við ámælingu hefur e.t.v. haldist við vegna þess að mörgum hættir til að prjóna brugðnar lykkjur lausari en sléttar.
Eftir að framleistur hefur verið prjónaður er farið að taka úr á tátotu. Allar úrtökuumferðir eru prjónaðar þannig að á fyrsta og þriðja prjóni er prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir, þá eru 2 lykkjur prjónaðar saman og 1 slétt, á öðrum og fjórða prjóni er 1.lykkja slétt,síðan eru 2 prjónaðar saman (steypiúrtaka) og afgangurinn prjónaður sléttur. Eftir fyrstu útökuumferð eru prjónaðar 3 umferðir, eftir aðra 2 umferðir og síðan 1. Eftir það er tekið úr í hverri umferð þar til 2 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þá er bandið slitið og dregið í gegnum lykkjurnar. ( Á minnstu sokkunum eru aðeins prjónaðar 2 umferðir og 1 á milli úrtaka og síðan tekið úr í hverri).
Síðast er gengið tryggilega frá endum,leistarnir þvegnir og framleisturinn e.t.v. þæfður örlítið í leiðinni(brugðningarnir missa fjaðurmagnið ef þeir eru þæfðir),undnir vel og látnir þorna sléttir á handklæði
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar