mandag 28. januar 2013



á prjónunum.... er litríkur sokkur.

jájájá ég á að klára fyrst það sem er á prjónunum núþegar..... en það er bara svo gaman að skella í eitt sokkapar svona inn á milli :)

þessir sokkar eru úr kambgarni og uppskriftin er úr Sokkaprjón eftir Guðrúnu Magnúsdóttur. Ég var svo heppin að eiga til nokkurnveginn rétta liti í þessa sokkauppskrift.

torsdag 24. januar 2013

það er orðið langt síðan ég setti síðast inn það sem er á prjónunum....



Ég er að prjóna Lopapeysuna Elínu á sjálfa mig. Hún er úr einföldum plötulopa. Ég er svo heppin að eiga hvítan plötulopa og svo þrjá aðra sem ég get notað í munstrið.

Ég er mjög spennt fyrir þessari peysu. Mér finnst koma skemmtileg áferð á han því hún er bara prjónuð úr einföldum plötulopa og er hvít og þessvegna svolítið gegnsæ. Svo finnst mér stroffið á ermum og neðst á búð vera mjög skemmtilegt. Mér veitir heldur ekki af þessari peysu því mér er alltaf svo kalt hehe.

Peysan er prjónuð í hring og ég þarf að fá að fara til Þórhildar vinkonu og nota saumavélina hennar til að sauma á milli.... sem er eitthvað sem ég hef ekki prófað áður, alltaf lærir maður eitthvað nýtt!


Ég held áfram að horfa í kringum mig og skoða norskar prjónahefðir... og ég held áfram að skoða maríusarmunstrin. Hérna fann ég síðu þar sem er búið að breyta maríusarmunstrinu aðeins, mjög flott!

http://dirtyembroideries.com/







lørdag 12. januar 2013

Í framhaldi af Maríusarpælingum komar Fanapælingar.... ég gaf Sveinbjörgu mágkonu ullarsokka í jólagjöf og prjónaði fanastjörnumunstur á stroffið. reyndar fannst mér alveg hundleiðinlegt að prjóna þetta fanamunstur en mikið rosalega er það flott.
hérna fann ég mynd af fanapeysu með hringúrtöku.... það er nefnilega einfaldast að prjóna berustykkið í hring, enginn saumaskapur og minni hausverkur yfir munstursprjóninu. 

Fanapeysa með hringúrtöku

þetta eru svo fallegar peysur! Hailey litla, sem er á leikskólanum með Guðbjörgu, á svona peysu í rauðu og hvítu (samt ekki með hringúrtöku).

onsdag 9. januar 2013

Jæja ég er mætt aftur eftir jólafrí! það er um að gera að vera ekkert að slaka á heldur skella sér í að prjóna prjóna prjóna! nýtt prjónaár hafið og svona :)
ég er mjög ánægð með síðasta prjónaár og því sem ég náði að áorka og mig hlakkar mikið til komandi verkefna. ég er núþegar búin að setja upp lista og hann er jú ekki stuttur..... og lengist bara og lengist eftir því sem ég spái og spögglera meira :)

eitt af því sem mig langar að prjóna er norsk lopapeysa. það er ekki hægt að búa (prjónandi) í Noregi og skella ekki í eina Mariusgense, eða hvað?
þá kemur stóra spurningin.... á ég að gera svona peysu?



eða svona peysu?


mér sjálfri lýst betur á fyrri myndina en þá skil ég ekki alveg hvernig munstrið er prjónað..... er það prjónað fram og til baka eða í hring? gott væri að fá svar við þessu sem fyrst :)

kv. ein fattlaus!!!!! (er samt mikið búin að spá í þessu....)


mandag 7. januar 2013

Jæja ég tók mér smá bloggpásu í desember og reyndar líka prjónapásu en ekki langa :) þrettándinn er í dag og síðasti séns að blogga um síðasta jólaprjónið.



Ég fékk Jólakúlubókina fyrir nokkru síðan og hafði byrjar á kúlu nokkru sinnum en ég átti bágt með að prjóna munstur og útaukningu saman. Það tókst þó fyrir rest og ég prjónaði eina jólakúlu með norska marius munstrinu. 



Hún tekur sig vel út með jólaljósunum en nú er víst kominn tími til að taka hana niður.

vonandi næ ég nú að prjóna fleiri kúlur fyrir næstu jól!