ég er mjög ánægð með síðasta prjónaár og því sem ég náði að áorka og mig hlakkar mikið til komandi verkefna. ég er núþegar búin að setja upp lista og hann er jú ekki stuttur..... og lengist bara og lengist eftir því sem ég spái og spögglera meira :)
eitt af því sem mig langar að prjóna er norsk lopapeysa. það er ekki hægt að búa (prjónandi) í Noregi og skella ekki í eina Mariusgense, eða hvað?
þá kemur stóra spurningin.... á ég að gera svona peysu?
mér sjálfri lýst betur á fyrri myndina en þá skil ég ekki alveg hvernig munstrið er prjónað..... er það prjónað fram og til baka eða í hring? gott væri að fá svar við þessu sem fyrst :)
kv. ein fattlaus!!!!! (er samt mikið búin að spá í þessu....)
kv. ein fattlaus!!!!! (er samt mikið búin að spá í þessu....)
Skal kíkja í gömul Ýrbloð hjá mömmu. Hún prjónaði svona peysu á mig í denn með ísettum ermum.
SvarSlettkv.
Hrefna
Mamma prjónaði svona á Irmu. Þ.e. fyrri peysuna. sýnist hún vera prjónuð fram og til baka. Skal spyrja hana á morgun.
SvarSlett