torsdag 24. januar 2013

það er orðið langt síðan ég setti síðast inn það sem er á prjónunum....



Ég er að prjóna Lopapeysuna Elínu á sjálfa mig. Hún er úr einföldum plötulopa. Ég er svo heppin að eiga hvítan plötulopa og svo þrjá aðra sem ég get notað í munstrið.

Ég er mjög spennt fyrir þessari peysu. Mér finnst koma skemmtileg áferð á han því hún er bara prjónuð úr einföldum plötulopa og er hvít og þessvegna svolítið gegnsæ. Svo finnst mér stroffið á ermum og neðst á búð vera mjög skemmtilegt. Mér veitir heldur ekki af þessari peysu því mér er alltaf svo kalt hehe.

Peysan er prjónuð í hring og ég þarf að fá að fara til Þórhildar vinkonu og nota saumavélina hennar til að sauma á milli.... sem er eitthvað sem ég hef ekki prófað áður, alltaf lærir maður eitthvað nýtt!


Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar