mandag 26. november 2012

Maskerader

er nýtt blað frá Du store alpakka. einstaklega skemmtilegt með uppskriftum fyrir konur. rosa flott :)

tirsdag 20. november 2012



hér er Stefanía mín í færeysku lopapeysunni úr Fleiri prjónaperlum
peysan er reyndar prjónuð úr 50% ull og 50% bómull 
en mér finnst hún svo mjúk og fín og daman er ánægð :)

húfan er gömul húfa sem ég prjónaði á Guðbjörgu þegar úr var lítil
uppskriftin er úr ungbarnalaðinu Ýr

mandag 19. november 2012

torsdag 8. november 2012

Mistök í prjóni...



hér eru fyrstu vettlingarnir sem ég prjóna, síðan í handavinnu hjá Erlu saum í 9. bekk
prjónastærðin er nr. of lítil en það er fyrirgefanlegt.






en ég fattaði það ekki fyrr en ég kláraði seinni vettlinginn að þumallinn var röngu megin!

tirsdag 6. november 2012

jólavettlingar

ohh hvað ég væri til í svona jólavettlinga, helst úr tvöfölldum plötulopa :)

torsdag 1. november 2012


þá er hálsinn tilbúinn. hann er nú handa Guðbjörgu en hún vildi ekka vera módel núna en Stefanía var sko alveg til ;)


kannski ég prjóni á hana jólasveinahúfu úr léttlopa?


Á prjónunum í dag....

er rillestrikket hals... eða garðaprjónskragi.

einstaklega einföld uppskrift af kraga, prjónað á tvo prjóna, fram og til baka. svo er hálsinn saumaður saman og brettur niður. það er um að gera að byrja á ofureinföldum verkefnum þegar maður prjónar á norsku í fyrsta skiptið.

í halsinn nota ég afgang af gulum léttlopa, en þarf sennilega að nota afgang af öðrum lit líka, um að gera að nota afgangana í svona lagað! halsinn verður alveg jafn hlýr og góður fyrir leikskólann :)


fléttumunstrið hennar Marte Helgetun er svo flott!!!
hér er það prjónað úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 5,5