onsdag 20. mars 2013

norskir páskasokkar

og hér er enn ein uppskriftin að páskasokkum.... ég held bara að ég verði að leggjast enn og aftur í sokkaprjón!
á prjónunum í dag...



er peysa á Stefaníu úr baby ull frá Dale, sem er sennilega uppáhalds garnið mitt til að prjóna úr á lítil kríli. Stefanía er að vísu stækkandi kríli og því er þetta aaaaðeins meiri vinna hehe.

þetta er peysa úr bókinni hennar Marte Helgetun og heitir God gammeldags gense. peysan heillaði mig um leið og ég sá hana en þetta er svaka vinna útaf fléttumunstrinu.
peysan á svo að vera úr Mirasol garni prjónuð á prj. nr. 4 en ég fiffa þetta til og prjóna á prjóna nr. 3

það verður gaman að sjá útkomuna

torsdag 14. mars 2013


 
a prjonunum þessa vikuna eru pilagrimsvettlingar ur bokinni Norsk strikk. Eg var að klara fyrri vettlinginn i dag. Mer fannst vettlingurinn stor en hann passar fint.

tirsdag 5. mars 2013

DROPS páskasokkar

það er aldrei að vita nema maður skelli í svona sokka yfir páskana :)
hmmm ætli ég eigi einhversstaðar gult garn.....

mandag 4. mars 2013



og maríusarsokkarnir eru tilbúnir!

það er svo gott þegar maður nær nú að klára eitthvað :)

Mars mánuður er loksins kominn og það þýðir bara nýr prjónamánuður !!
alltaf gaman að því :)



ég tók til í hillum hérna heima hjá mér og raðaði öllum prjónablöðum og bókum í sömu hilluna. þetta er semsagt prjónauppskriftasafnið mitt :)
ég held því að ég afþakki frekari gjafir og uppskriftasendingar, takk fyrir kæru vinir en ég á nóg amk út þetta ár!!



á prjónunum í dag eru mariusarsokkar sem ég er að reyna að klára. ég ætla að senda gamalli vinkonu þessa sokka, hún var að eignast barn og mig langaði að gefa eitthvað lítið :) þá eru sokkar alveg tilvalnir!
ég tek upp munstur úr þessu blaði. munstrið er reyndar ætlað á húfu en virkar alveg jafnvel á sokk.



og hérna er sokkurinn í nærmynd. mér finnst hann fallega ljótur, einsog flestir sokkar sem ég prjóna.