fredag 5. april 2013

á prjónunum í dag..... er samprjón.

mömmuhópurinn minn er með samprjón, við ætlum að prjóna ungbarnapeysuna úr 41. tbl. Ýr.



hérna eru litirnir sem ég ætla að nota. peysan sjálf verður svona beinhvít á litinn og svo á ég eftir að ákveða hvaða liti ég nota í munstrið. ég hallast að því að nota bara bláu tónana en þessi græni væri krúttlegur líka.

hvað finnst ykkur?

peysan á semsagt að vera á Stefaníu og ég prjóna hana í st. 1 árs úr baby ull frá Dale, ég er miklu hrifnari af því garni heldur en lanett. 

onsdag 3. april 2013

jæja loksins nýtt blogg!

ég var búin að plana svaka prjónaprógramm yfir páskana en nennti svo ekki að prjóna...

en í dag byrjaði ég aftur og hafði mig í að klára stykkið sem ég var með. þetta átti upphaflega að vera peysa. þetta er semsagt góða gamaldags fléttupeysan hennar Marte Helgetun. í þetta vesti fóru tvær dokkur af baby ull frá dale. ég átti bara til þessar tvær dokkur og vildi ekki hafa ermarnar í öðrum lit þannig að þetta varð útkoman. ekki slæmt. ég ætla að máta Stefaníu í vestið á morgun.