fredag 8. februar 2013

Á prjónunum þessa vikuna....



sokkar sokkar sokkar!
Ég skellti í nokkur sokkapör í vikunni og er að reyna að klára síðasta parið vonandi í dag. Sokkarnir eru allir í Sokkaprjón, bókinni góðu, og barnasokkarnir eru prjónaðir úr afgöngum. Ég ætla að reyna að klára sokkagarnsafgangana mína í svona smáverkefni. Sokkarnir eru sætir og skemmtilegir :)



Hér er svo sængurgjöfin hennar litlu frænku. Ég gat ekki sett inn mynd af henni fyrr en daman var búin að fá pakkann sinn. Þetta eru Brækur úr nýjasta Lopi og Band. Ég prjónaði þær úr kambgarni og setti bleikar tökur og mittisband í þær til að gera þær aðeins stelpulegri.
Ég byrjaði á þessum buxum fyrir löngu síðan en setti þær svo frá mér til að prjóna jólagjafirnar. Svo þegar ég tók þær upp aftur þá vafðist uppskriftin eitthvað fyrir mér, reyndar fannst mér uppskriftin stórskrýtin og erfitt að skilja hana! það endaði þannig að ég skáldaði sirka helminginn af buxunum en mér finnast þær ekkert verri fyrir vikið :)



Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar