það er svosem ekki mikið af frétta af prjónunum hjá mér. ég er búin að vera að vinna að þessu tvennu núna.
vinnupeysan hans Friðþórs gengur hægt. mér leiddist uppskriftin svo og svo sá ég eftirá að ég hafði gleymt að auka út eftir stroffið á bolnum. hann Friðþór minn er grannur en ekki svo grannur! þannig að ég rakti upp allt klabbið og er núna að gera einfalda lopapeysu með laskaermum. það verður ekkert munstur en af því að ég á gráa lopann þá geri ég í hana einhverjar renndur. þetta er bara hannað svona jafnóðum.
Guðbjörg getur ekki átt nóg af prjónafötum! ég er sko alveg búin að sjá það, enda eru norðmenn mikið með börnin í prjónuðu. auk þess vantar dömuna lopapeysu fyrir veturinn. þetta er gömul einblöðungsuppskrift af síðu Ístex. rosa skemmtileg peysa. ég er náttúrulega svoddan auli að ég byrjaði á bolnum og prjónaði upp og fattaði svo eftirá að ég hafði gleymt að prjóna munstrið neðst. ég ákvað því enn og aftur að rekja upp og prjóna uppá nýtt.
það er þess virði að rekja upp því maður verður svo miklu sáttari á eftir!
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar