ég fékk pakka í dag!!
ég fékk reyndar fjóra pakka… en í pakkanum frá tengdamömmu var plötulopinn sem ég er búin að bíða eftir. mjög góðir litir! og nýjasta blaðið frá Ístex; Lopi 32. Stefanía prjónaði líka þennan flotta fjólubláan kjól handa Stefaníu Sveinlaugu sinni :)
svo fékk ég pakka frá Hildi frænku. hún var svo góð að senda mér tvö prjónablöð; Lopi og band, og Prjónablaðið Ýr.
Svo fékk ég pakka frá pabba, hann sendi þessa fínu sokka og vettlinga á stelpurnar mínar. hann keypti þá í Handavinnuhorninu á Höfn. virkilega góðar gjafir!!
ég þakka fyrir mig!
Vúhú:) Kv. Hk
SvarSlett