prjónað úr afgöngum. þegar ég byrjaði á fjólubláu peysunni hennar Stefaníu þá keypti ég fyrst bara einn hnykil, bara til að sjá hvernig mér líkaði garnið Mors Aase. mér líkaði það ágætlega og fór því aðra ferð út í búð til að versla restina í peysuna. þegar ég kom heim sá ég að ég hafði keypt rangan lit af garni og nennti ekki að rekja upp það sem ég var byrjuð á þannig að ég fór aðra ferð og keypti enn meira garn….í stuttu máli þá á ég helling af þessu Mors Aase garni og er að reyna að finna eitthvað til að gera úr þessu öllu saman. um daginn var ég að fletta í bókinni Sokkaprjón, sem er eftir Guðrúnu Magnúsdóttur. þar fann ég skemmtilega sokka sem mig langaði að prjóna og ákvað að nota garnið. það fór þó ekki betur en svo að þegar kom að því að prjóna hælinn þá sá ég að sokkarnir yrðu alltof alltof stórir. þeir myndu meira að segja verða alltof stórir á Friðþór og ekki fæ ég hann til að ganga í fjólubláum sokkum…. ég hinsvegar hafði eytt heilu kvöldi í að prjóna munstrið í þá og vildi ekki rekja það upp. þannig að núna er ég að vinna í því að gera eitthvað annað úr stykkinu….. útkoman verður spennandi!! 
prjónað úr afgöngum.

þegar ég byrjaði á fjólubláu peysunni hennar Stefaníu þá keypti ég fyrst bara einn hnykil, bara til að sjá hvernig mér líkaði garnið Mors Aase. mér líkaði það ágætlega og fór því aðra ferð út í búð til að versla restina í peysuna. þegar ég kom heim sá ég að ég hafði keypt rangan lit af garni og nennti ekki að rekja upp það sem ég var byrjuð á þannig að ég fór aðra ferð og keypti enn meira garn….
í stuttu máli þá á ég helling af þessu Mors Aase garni og er að reyna að finna eitthvað til að gera úr þessu öllu saman.

um daginn var ég að fletta í bókinni Sokkaprjón, sem er eftir Guðrúnu Magnúsdóttur. þar fann ég skemmtilega sokka sem mig langaði að prjóna og ákvað að nota garnið. það fór þó ekki betur en svo að þegar kom að því að prjóna hælinn þá sá ég að sokkarnir yrðu alltof alltof stórir. þeir myndu meira að segja verða alltof stórir á Friðþór og ekki fæ ég hann til að ganga í fjólubláum sokkum…. ég hinsvegar hafði eytt heilu kvöldi í að prjóna munstrið í þá og vildi ekki rekja það upp.

þannig að núna er ég að vinna í því að gera eitthvað annað úr stykkinu….. útkoman verður spennandi!!