prjónablogg

mig hefur lengi langað til að byrja á prjónabloggi en ekki haft mig í það fyrr en nú. 
ég byrjaði að prjóna fyrir alvöru um 21 árs aldurinn og þá var markmiðið að læra að prjóna svo ég gæti prjónað á börnin mín. fyrsta verkefnið mitt var lopapeysa sem varð alltof stór á mig en alltof lítil á Friðþór þannig að ég gaf kínverskum vini mínum hana, hún fór honum vel.

fyrst um sinn prjónaði ég bara úr lopa og þá helst íslenskar lopapeysur. íslenski lopinn er jú svo æðislegur. þegar ég var ólétt af Guðbjörgu, eldri stelpunni minni, þá prjónaði ég á hana heimferðarsett og varð ekki lítið heilluð af ungbarnaprjóninu.

í dag er ég aðeins byrjuð að færa mig yfir í öðruvísi verkefni og það verður gaman að sjá hvernig prjónið mitt verður í framtíðinni…