dúkkuföt

á dagskránni í dag eru dúkkuföt handa Diddu dúkku.

Friðþóri finnst svo leiðinlegt að sjá Diddu dúkku án fata þannig að ég þarf víst að skella í smá klæðnað handa henni… en ég hef nú ekki mikla nennu fyrir dúkkufataprjón akkurat núna, ég vil miklu frekar prjóna annað par af sokkum.

EN ég á þetta fína afgangagarn í dúkkufötin þannig að ég ætla allavega að skella í einar buxur handa greyinu. Guðbjörg mín verður svo ánægð!